Framtíðarstörf í boði 

UPS óskar eftir starfsfólki

Tollafgreiðslusvið 

Meðal verkefna tollafgreiðslusviðs eru: Tollskjalagerð, skráning gagna, símsvörun, og önnur tilfallandi störf. Enskukunnátta, töluð og rituð, reynsla af tollskjalagerð og gott vald á Navision æskileg.

Bílstjórastöður

Meðal verkefna bílstjóra eru: Útkeyrsla sendinga á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Innheimta greiðslna og samskipti við viðskiptavini.

Mikilvægt er að umsækjendur séu jákvæðir og þjónustulundaðir. 

Vinsamlega sendið inn fyrir 30. júní 2017.

 

 

Sækja um starf

 

Express ehf. er umboðsaðili United Parcel Service á Íslandi. UPS er stærsta og öflugasta hraðsendingafyrirtæki heims með þjónustunet til rúmlega 220 landa um allan heim.

Í samvinnu við UPS býður Express ehf. hraðsendingaþjónustu inn og út úr landinu eins og best gerist á Íslandi. Undanfarin ár hefur UPS verið í mikilli sókn í Evrópu og er nú orðið leiðandi fyrirtæki á þeim markaði. Daglega eru afhentir tæplega 16 milljónir pakka um allan heim.
Í gegnum öflugt samskiptanet UPS er auðvelt að sjá hvaða sendingar eru á leið til landsins eða hvar þær eru staðsettar á leið til þín og auðvelt er að rekja sendinguna frá upprunalandi til ákvörðunarstaðar

UPS er elsta hraðsendingafyrirtæki í heiminum, stofnað í Bandaríkjunum árið 1907 og státar af meiri reynslu en nokkurt annað hraðsendingafyrirtæki. Í upphafi starfaði það aðeins innan Bandaríkjanna en færði fljótlega út þjónustusviðið og sinnir nú öllum hlutum heimsins. UPS er í dag áttunda stærsta flugfélag í heimi með 282 flugvélar á sínum snærum.

Hjá UPS starfa rúmlega 427.700 starfsmenn sem leggjast á eitt um að veita þér hraða og góða þjónustu. Fyrirtækinu hefur hlotnast fjöldinn allur af viðurkenningum fyrir þá góðu þjónustu sem það veitir og hefur í 15 skipti í röð verið valið ,,Americas best transportation company'' samkvæmt tímaritinu FORTUNE.

 

 

420 0900

Express ehf.
UPS Authorized Service Contractor
Bygging 10, Keflavíkurflugvelli