Í september fór af stað átaksverkefni sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg stendur fyrir, sem heitir "Vertu snjall undir stýri". Átakið felst í þeirri samfélagslegu ábyrgð að nota ekki snjalltæki undir stýri og breyta viðhorfi fólks til snjalltækjanotkunar. UPS tók þá ákvörðun að taka þátt í þessu flotta og þarfa verkefni. Allir UPS bílarnir okkar verða merktir að aftan með límmiða sem á stendur "Hafðu augun á veginum - Ekki símanum"
Fyrirtæki sem taka þátt í þessu verkefni gefst kostur á að fá erindi frá Samgöngustofu fyrir starfsfólk sitt, sem við hjá UPS þáðum. Fengum við Einar Magnús Magnússon, sérfræðing í öryggis- og kynningarmálum, til að halda erindi um snjalltækjanotkun undir stýri fyrir bílstjórana okkar. Ásamt því var undirritaður samningur við hvern og einn bílstjóra um að taka virkan þátt í verkefninu.
Express ehf.
UPS Authorized Service Contractor
Fálkavellir 7, 235 Keflavíkurflugvelli
Hér getur þú búið til farmbréf.
Munið að fylla út alla viðeigandi reiti og ýta á staðfesta. Prenta þarf út 3 eintök.
Vinsamlegast athugið að Chrome getur valdið því að farmbréf opnist ekki á réttan hátt og bendum við þér á að nota annan vafra á borð við Edge, Explorer eða Firefox.
Hér getur þú sótt Proforma reikninga. Mikilvægt er að reikningur fylgi með öllum vörum sem fluttar eru úr landi
Hér getur þú rakið sendingu. Til þess setur þú inn sendingarnúmerið og finnur stöðuna á þinni sendingu.