Við viljum benda viðskiptavinum okkar á að hægt er að ganga frá greiðslu gjalda fyrirfram
með því að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 420 0900
eða með því að senda tölvupóst á bokhald@express.is

Í september fór af stað átaksverkefni sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg stendur fyrir, sem heitir "Vertu snjall undir stýri". Átakið felst í þeirri samfélagslegu ábyrgð að nota ekki snjalltæki undir stýri og breyta viðhorfi fólks til snjalltækjanotkunar. UPS tók þá ákvörðun að taka þátt í þessu flotta og þarfa verkefni. Allir UPS bílarnir okkar verða merktir að aftan með límmiða sem á stendur "Hafðu augun á veginum - Ekki símanum" 

Fyrirtæki sem taka þátt í þessu verkefni gefst kostur á að fá erindi frá Samgöngustofu fyrir starfsfólk sitt, sem við hjá UPS þáðum. Fengum við Einar Magnús Magnússon, sérfræðing í öryggis- og kynningarmálum, til að halda erindi um snjalltækjanotkun undir stýri fyrir bílstjórana okkar. Ásamt því var undirritaður samningur við hvern og einn bílstjóra um að taka virkan þátt í verkefninu.

Fleiri myndir á Facebook síðu okkar.

420 0900

Express ehf.
UPS Authorized Service Contractor
Fálkavellir 7, 235 Keflavíkurflugvelli