Við viljum benda viðskiptavinum okkar á að hægt er að ganga frá greiðslu gjalda fyrirfram
með því að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 420 0900
eða með því að senda tölvupóst á bokhald@express.is

Þyngd
Gjöld miðast við heildarraunþyngd eða heildarrúmmálsþyngd allra stykkja í sendingu, eftir því hvor talan er hærri. Ef þungi sendingar fer brot úr kg umfram tilgreint vigtarmark gjaldskrár gildir næsta vigtarmark gjaldskrárinnar. Þyngd sendingar með mörgum stykkjum samkvæmt verðskrá er reiknuð út með því að leggja saman raunþyngd eða umreiknaða rúmmálsþyngd hennar og hærri talan gildir.

Svona reiknar þú rúmmálsþyngd á hraðsendingum: 

L x B x H 
------------  = Rúmmálsþyngd
  5000

  • L = Lengd í sm.
  • B = Breidd í sm.
  • H = Hæð í sm.

 

Svona reiknar þú rúmmálsþyngd fyrir almenna frakt:

reikna rummalL x B x H 
------------  = Rúmmálsþyngd
  6000

  • L = Lengd í sm.
  • B = Breidd í sm.
  • H = Hæð í sm.

 

Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta þessum reglum í samræmi við loftflutningastaðla. Ef uppgefin þyngd á farmbréfi reynist ekki rétt, áskiljum við okkur rétt til að senda reikning vegna mismunar. Þessi gjöld innifela hvorki viðbótargjöld né viðbótarþjónustu, t.d. gjöld vegna svæða utan þjónustusvæðis.  

Vinsamlegast kynntu þér nánari upplýsingar á bls. 9 í bækling okkar. Sækja bækling

420 0900

Express ehf.
UPS Authorized Service Contractor
Fálkavellir 7, 235 Keflavíkurflugvelli