Með því að slá inn upplýsingar um sendingu er hægt er að finna út sendingartíma hvaðan sem er í heiminum. Hægt er að gera þetta með því að fara beint á innflutningsíðuna hér.

 
Til að tryggja hraða og örugga afgreiðslu þurfa viðeigandi gögn að vera til staðar:
  • Reikningur fyrir viðskiptunum frá sendanda sem sýnir hversu mikið var greitt fyrir vöruna. Ef varan er keypt í gegnum ebay eða aðra slíka uppboðsvefi þá getur í flestum tilfellum verið nóg að áframsenda PayPal kvittun eða kvittun úr heimabanka.
  • Ef um endursendingu er að ræða og innflytjandi óskar eftir niðurfellingu á aðflutningsgjöldum, þarf útflutningsskýrsla (Beiðni um skoðun "E14 eyðublað" staðfest af tolli) að liggja fyrir. 
  • Önnur gögn sem gætu verið málinu viðkomandi ef um sýnishorn, gjöf eða persónulega hluti er að ræða.
  • Bent skal á að innflutningur rafmagnstækja er óheimill ef þau eru ekki merkt með (CE) merkingu. Nánari upplýsingar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar.

 Vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu okkar í síma 420 0900 eða sendu með tölvupósti upplýsingar um sendinguna á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  til að forðast tafir á afhendingu.

Helstu gjaldflokkar yfir innflutning eru:

  • Fatnaður - 24% virðisaukaskattur.
  • Skór - 24% virðisaukaskattur.
  • Bílavarahlutir - 7,5% tollur,og 24% virðisaukaskattur.
  • Bækur - 11% virðisaukaskattur.
  • Geisladiskar (CD) - 10% tollur og 11% virðisaukaskattur.
  • Mynddiskar (DVD) - 10% tollur og 24% virðisaukaskattur.

Hægt er að sækja verðskrá innflutnings og svæðaskiptingu með því að hægri smella á skjölin hér að neðan
eða vista ('Save As'). 

ATH. Eldsneytisgjald leggst ofan á verð í verðskrá og getur verið breytilegt milli mánaða.  Hægt að fá nýjustu upplýsingar um eldsneytisgjald með því að smella hér.

Bent er á að virðisaukaskattur leggst ofan á öll gjöld. Hér er hægt að fara inn á Reiknivél á vefsíðu Tollstjórans í Reykjavík. 

Kynnið ykkur verðskrá, svæðisskiptingu og viðbótarþjónustu okkar

420 0900

Express ehf.
UPS Authorized Service Contractor
Bygging 10, Keflavíkurflugvelli

Útbúa farmbréf

Hér getur þú útbúið farmbréf. Munið að fylla út alla viðeigandi reiti og ýta á staðfesta. Prenta þarf út 3 eintök

Farmbréf

Proforma reikningar

Hér getur þú sótt Proforma reikninga. Mikilvægt er að reikningur fylgi með öllum vörum sem fluttar eru úr landi

Proforma

Reikna sendingartíma

Hér getur þú reiknað út verð og sendingartíma til allra áfangastaða sem UPS sendir til.

Reikna

Þarftu að rekja sendingu?

Hér getur þú rakið sendingu. Til þess setur þú inn sendingarnúmerið og finnur stöðuna á þinni sendingu.

Rekja