Útflutningur

Með því að slá inn sendinganúmer er hægt að finna allar upplýsingar um sendinguna þína hvar sem hún er í heiminum.

Rekja sendingu

express-export

Þegar senda á pakka út

Til að senda hraðsendingu er útflutningur bókaður í síma 4200 900 fyrir kl. 13:30 og varan verður sótt til þín. Einnig er hægt að útbúa rafrænt farmbréf á síðunni hér að neðan. Flogið er síðdegis frá Íslandi sem tryggir skjóta afhendingu. Sú þjónusta sem er í boði með UPS hraðsendingum er eftirfarandi:

Afhending næsta virka dag ef valið er Express:

  • Fyrir klukkan 10:30 í rúmlega 200 borgum í Evrópu.
  • Fyrir klukkan 12:00 í rúmlega 500 borgum í Evrópu.

 

Afhending næsta virka dag ef valið er Express Saver:

  • Fyrir lok dags í 700 borgum í Evrópu.

 

Sendingar sem sendar eru á kostnað móttakanda eru alltaf á ábyrgð sendanda. Ef móttakandi neitar að greiða flutningskostnað verður flutningskostnaði snúið yfir á sendanda á Íslandi. Móttakandi á samt sem áður rétt á því að taka við sendingunni.

Ef útflutningsaðili ætlar að sækja um endurgreiðslu/niðurfellingu á virðisaukaskatti er nauðsynlegt að óska eftir beiðni um skoðun E-14, þar sem tollverðir skoða vöruna og stimpla útflutningsskjöl. Skoðun þarf að eiga sér stað áður en vara fer úr landi.

Svæðatöflur

Með því að nota svæðatöflurnar getur þú fundið gjaldflokka fyrir áfangastaði erlendis.

Lesa nánar

WorldShip

UPS WorldShip er hugbúnaður sem er kjörinn fyrir þá sem þurfa á reglulegri sendingarþjónustu að halda. Með UPS WorldShip verður til skilvirk leið til að senda og rekja pakkasendingar sem uppfylla allar samskiptakröfur.

Lesa nánar