UPS, United Parcel Service

Express ehf. er umboðsaðili, Authorized Service Contractor, fyrir UPS á Íslandi. UPS er eitt stærsta og öflugasta hraðsendingafyrirtæki heims með þjónustunet til rúmlega 220 landa. UPS býður uppá hraðsendingaþjónustu, almenna flugfrakt, sjóflutninga, vöruhúsastýringu og dreifingu fyrir viðskiptavini sína. Daglega afhendir UPS rúmlega 25 milljónir sendinga um allan heim.

UPS merki

Sterk samvinna

UPS er elsta hraðsendingafyrirtæki í heimi, stofnað í Bandaríkjunum árið 1907 og státar af meiri reynslu en nokkurt annað hraðsendingafyrirtæki. Öflugt samskiptanet UPS auðveldar viðskiptavinum að fylgjast með ferli sendinga frá upphafi til enda.

Hjá UPS starfa rúmlega 534.000 starfsmenn sem leggjast á eitt um að veita þér góða og hraða þjónustu. Fyrirtækinu hefur hlotnast fjöldinn allur af viðurkenningum fyrir þá góðu þjónustu sem það veitir.