Incoterms 2020
Incoterms 2020 eru staðlaðir viðskiptaskilmálar gefnir út af International Chamber of Commerce (ICC)
EXW – Ex Works ( á tilgreindum stað ) (frá verksmiðju á tilgreindum stað) Seljandinn afhendir vörurnar við athafnasvæði sitt án útflutningsheimilda og ekki hlaðnar á flutningstæki. Ef aðilar kjósa að seljandi sé ábyrgur fyrir hleðslu flutningstækis og beri kostnað og áhættu af henni er áríðandi að þess sé getið með skýrum hætti í kaupsamningi.
FCA – Free Carrier ( named place ) ( frítt til flytjanda á tilgreindum stað ) Seljandinn afhendir vöruna til farmflytjanda, sem valinn er af kaupanda, á þeim stað sem nefndur er í skilmálunum. Þessir skilmálar eiga við alla flutningsmáta þ.m.t. flutning með flugi, lest eða bílum, og fjölþátta flutningsmáta á gámavöru. Seljanda ber að ganga frá útflutningsskjölum og gjöldum.
FAS – Free alongside ship ( frítt að skipshlið ) Seljandinn þarf að skila vörunni við skipshlið í tilgreindri höfn. Seljandinn þarf að ganga frá útflutningskjölum og gjöldum. Þessir skilmálar eiga einungis við um sjóflutning eða flutning á ám og vötnum.
FOB – Free on board ( named port of shipment ) ( frítt um borð ) Afhending á sér stað þegar vörurnar hafa farið yfir borðstokk á skipi sem tilgreint er af kaupanda. Þetta þýðir að kaupandi ber allan kostnað og áhættu á vörunni frá þeim tíma.. Seljanda ber að ganga frá útflutningsskjölum og gjöldum. Skilmálinn á einungis við um flutninga á sjó, ám og vötnum og er ekki nothæfur í fjölþátta- og gámaflutningum.
CFR – Cost and freight ( named port of destination ) ( kaupverð og flutningsgjald greitt að tilgreindri höfn) Seljandanum ber að greiða kostnað og farmgjald til að koma vörunni í þá ákvörðunarhöfn sem er tilgreind. Afhending á sér stað og áhætta, t.d. af vörutjóni, yfirfærist hinsvegar á kaupanda strax og varan er lestuð yfir borðstokkinn. Skilmálinn á einungis við um flutninga á sjó, ám og vötnum og er ekki nothæfur í fjölþátta- og gámaflutningum.
CIF – Cost, Insurance and Freight ( named port of destination ) ( kaupverð, trygging og flutningsgjald greitt til tilgreindrar losunarhafnar ) Nákvæmlega það sama og CFR nema að seljandinn þarf einnig að semja um og greiða tryggingar á vörunni. Seljanda ber einungis að greiða lágmarkstryggingar nema annað sé tilgreint í samningum. Skilmálinn á einungis við um flutninga á sjó, ám og vötnum og er ekki nothæfur í fjölþátta- og gámaflutningum.
CPT – Carriage paid to ( named place of destination ): (flutningur greiddur til tilgreindrar losunarhafnar) Seljandi afhendir vöruna til farmflytjanda sem hann velur og seljandi þarf að auki að greiða flutningskostnað til tilgreinds ákvörðunarstaðar. Áhætta og allur annar kostnaður eftir slíka afhendingu fellur á kaupanda. Þessa skilmála má nota fyrir alla flutninga, þ.m.t. fjölþátta- og gámaflutninga.
CIP – Carriage and insurance paid to ( named place of destination ): ( flutningur og tryggingar greitt til tilgreinds ákvörðunarstaðar ) Seljandi afhendir vöruna til farmflytjanda sem hann velur og seljandi þarf að auki að greiða flutningskostnað til tilgreinds ákvörðunarstaðar. Áhætta og allur annar kostnaður eftir slíka afhendingu fellur á kaupanda. Þegar notaðir eru CIP skilmálar verður sendandi þó einnig að kaupa tryggingar fyrir áhættu kaupanda á því að varan tapist eða skemmist í flutningi. Þessa skilmála má nota fyrir alla flutninga, þ.m.t. fjölþátta- og gámaflutninga.
DAF – Delivery at Frontier ( named place ) ( afhent við landamæri. á tilgreindum stað ) Seljandi hefur staðið við afhendingu vörunnar þegar hún er tiltæk kaupanda ólosuð af flutningstæki, tilbúin en ótollafgreidd til útflutnings, á tilgreindum stað við landamæri. Þetta geta verið hvaða landamæri sem er, þ.m.t. í útflutningslandi, og því er áríðandi að landamæri og staður séu tilgreind nákvæmlega. Ef aðilar vilja að seljandi sjái um losun af flutningstæki og beri ábyrgð á hugsanlegu tjóni við það, þarf að geta þess með skýrum hætti. Þessi skilmáli getur átt við þegar um flutning á landi er að ræða og má m.a. nota við fjölþátta- og gámaflutninga.
DAT – Delivered at Terminal ( afhent í tilgreindri höfn, aðflutningsjöld ógreidd ) Seljandi ber alla áhættu og kostnað að þeim stað sem tilgreindur útskipunarhöfn, varan ólosuð af flutningstæki. Kaupandi þarf að ganga frá aðflutningsskjölum og afla innflutningsheimilda, greiða aðflutningsgjöld. Mikilvægt er að fram komi í samningi hver útskipunarhöfn er.
DAP – Delivered Duty Paid ( named port of destination ) ( afhent, aðflutningsgjöld greidd á tilgreindum ákvörðunarstað ) Seljandi ber kostnað og áhættu að þeim stað sem tilgreindur er á ákvörðunarstaður, varan ólosuð af flutningstæki. Kaupandi þarf hinsvegar að afla innflutningsheimilda og greiða aðflutningsgjöld. Áríðandi er að skýrt sé tekið fram í samningi, nákvæmlega hver ákvörðunarstaður er, þar sem ella getur seljandi valið þann stað sem honum hentar best innan þess svæðis.
DDP – Delivered Duty Paid ( named place of destination ) ( afhent, aðflutningsgjöld greidd á tilgreindum ákvörðunarstað ) Seljandi ber kostnað og áhættu að þeim stað sem tilgreindur er á ákvörðunarstað, varan tollafgreidd en ólosuð af flutningstæki. Þessir skilmálar fela í sér mestar skyldur fyrir seljanda. Áríðandi er að skýrt sé tekið fram í samningi, nákvæmlega hvar afhending á að fara fram á ákvörðunarstað, þar sem ella getur seljandi valið þann stað sem honum best hentar innan þess svæðis.Ef aðilar vilja undanskilja einhver þau gjöld sem greiða ber við innflutning vöru, t.d. virðisaukaskatt, þarf að geta þess með skýrum hætti í kaupsamningi.