Dropp á Landsbyggðinni

Undanfarna mánuði hefur viðskiptavinum á höfuðborgarsvæðinu staðið til boða að velja að sækja sendingar á Dropp afhendingastaði. Sú viðbót hefur reynst vel og viðskiptavinir hafa verið ánægðir með að geta nálgast sendingar á sínum eigin tíma, þar sem öllum stendur ekki til boða að vera viðstaddir heima á afgreiðslutímum okkar. Um 30 afhendingarstaðir standa til boða á höfuðborgarsvæðinu.

Nú höfum við opnað fyrir viðskiptavini að velja Dropp afhendingarstaði á öllu landinu. Tilkynningar eru sendar til viðskiptavina þar sem hægt er að velja að fá sendingu heimsenda eða sækja sjálf á afhendingarstað. Dropp er með afhendingarstaði í flestum byggðarkjörnum á landinu, en um 60 staðir standa til boða á landinu. Hér má sjá þá staði sem standa til boða: https://www.dropp.is/kort