Hvernig er rúmmálsþyngd reiknuð?

Þyngd
Gjöld miðast við heildarraunþyngd eða heildarrúmmálsþyngd allra stykkja í sendingu, eftir því hvor talan er hærri. Ef þungi sendingar fer brot úr kg umfram tilgreint vigtarmark gjaldskrár gildir næsta vigtarmark gjaldskrárinnar. Þyngd sendingar með mörgum stykkjum samkvæmt verðskrá er reiknuð út með því að leggja saman raunþyngd eða umreiknaða rúmmálsþyngd hennar og hærri talan gildir.

Svona reiknar þú rúmmálsþyngd á hraðsendingum:

L x B x H
————  = Rúmmálsþyngd
5000

  • L = Lengd í sm.
  • B = Breidd í sm.
  • H = Hæð í sm.

 

Svona reiknar þú rúmmálsþyngd fyrir almenna frakt:

reikna rummalL x B x H
————  = Rúmmálsþyngd
6000

  • L = Lengd í sm.
  • B = Breidd í sm.
  • H = Hæð í sm.

 

Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta þessum reglum í samræmi við loftflutningastaðla. Ef uppgefin þyngd á farmbréfi reynist ekki rétt, áskiljum við okkur rétt til að senda reikning vegna mismunar. Þessi gjöld innifela hvorki viðbótargjöld né viðbótarþjónustu, t.d. gjöld vegna svæða utan þjónustusvæðis.

Express Intro