Ný heimasíða tekin í notkun

Undarfarnar vikur höfum við unnið hörðum höndum að því að setja nýju heimasíðuna okkar í loftið, enda löngu tímabært að uppfæra vefinn. Nýji vefurinn er mikil bót fyrir okkur, en ekki síst fyrir okkar viðskiptavini.

Nýji vefurinn er mun notendavænni og auðveldar viðskiptavinum að nálgast upplýsingar um sendingar, fá tilboð í flutning sem og að skrá sendingar í flutning.