Persónuvernd
Express ehf. - Persónuverndarstefna
1. Yfirlýsing um persónuvernd
Express ehf., kt. 540478-0589, Fálkavelli 7, 235 Keflavíkurflugvelli og eignatengd félög þess (sem sameiginlega er vísað til sem „við“, „okkar“ og „okkur“) er umhugað um persónuvernd og fyrirtækið vill að þú vitir hvernig við söfnum, notum og birtum upplýsingar. Þessi stefna upplýsir þig um stefnu í þeim málum. Við munum ekki nota né deila upplýsingum þínum með neinum hætti, nema með þeim hætti sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu og sem kemur fram í persónuverndarstefnu UPS.
2. Söfnun og notkun upplýsinga
Við notkun þeirrar þjónustu sem við bjóðum upp á gætir þú verið beðin(n) um að veita okkur ákveðnar persónugreinanlegar upplýsingar, sem nota má til að hafa samband við þig eða auðkenna þig. Persónugreinanlegar upplýsingar geta meðal annars falið sér nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang. Upptalningin hér að framan er ekki tæmandi og einungis í dæmaskyni.
3. Skráningargögn heimasíðu
Við söfnum upplýsingum sem vafri þinn sendir þegar þú heimsækir heimasíðu okkar (,,skráningargögn“). Þessi skráningargögn geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þeirrar þjónustu sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar og önnur talnagögn.
4. Þjónustuveitur
Við gætum notast við þjónustu þriðja aðila og einstaklinga til að auðvelda þjónustu okkar og starfsemi og eða eftir atvikum til að veita þjónustu fyrir okkar hönd. Í slíkum tilfellum hafa þessir þriðju aðilar aðgang að persónuupplýsingum þínum einvörðungu í þeim tilgangi að inna af hendi ákveðin verk fyrir okkar hönd. Þeim er með öllu óheimilt að afhenda upplýsingarnar eða nota í öðrum tilgangi.
5. Öryggi
Við styðjumst við ákveðið innra verklag sem samræmist gildandi regluverki persónuverndarlöggjafar hér á landi til að leitast við að vernda þær persónuupplýsingar sem við búum yfir hverju sinni. Sjá nánar persónuverndarstefnu UPS og ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
6. Persónuvernd barna
Við höfum ekki vitneskju um að fyrirtækið sé að safna persónugreinanlegum upplýsingum frá börnum yngri en 13 ára. Sért þú foreldri eða forráðamaður barns og vitir til þess að barn þitt hafi veitt okkur persónuupplýsingar skaltu hafa samband við okkur. Ef við verðum þess áskynja að barn yngra en 13 ára hafi veitt okkur persónuupplýsingar munum við tafarlaust eyða slíkum upplýsingum af vefþjóni okkar.
7. Réttur þinn til andmæla, fá aðgang að, leiðrétta eða eyða persónuupplýsingum
Þú hefur rétt til að krefjast aðgangs að, andmæla, afturkalla samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga o.fl. í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Nóg er að tilkynna okkur um slíkt með tilkynningu með tölvupósti á netfangið [tollafgreidsla@express.is]
8. Geymslutími gagna
Við geymum persónuupplýsingar þínar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið þessara stefnu um persónuvernd nema lengri geymslutíma sé krafist eða hann leyfður skv. lögum.
9. Breytingar á þessari persónuverndarstefnu
Við gætum þurft að uppfæra þessa persónuverndarstefnu eftir þörfum. Við slíka uppfærslu munum við tilkynna og upplýsa um breytingar með því að birta nýja persónuverndarstefnu á þessari síðu. Breytingar á persónuverndarstefnunni taka gildi þegar þær eru birtar á þessari síðu.
10. Hvernig skal hafa samband við okkur
Ef þú hefur einhverjar spurningar um stefnu okkar um persónuvernd, skaltu hafa samband við okkur á eftirfarandi hátt:
a. Þú getur sent okkur tölvupóst á: [info@express.is]
b. Þú getur sent póst á eftirfarandi póstfang: Fálkavelli 7, 235 Keflavíkurflugvelli, Íslandi
Fyrir ítarlegri upplýsingar um persónuverndarstefnu Express ehf. vísast til persónuverndarstefnu UPS sem finna má hér.