Reglur Um Tollafgreiðslu
Til að tryggja hraða og örugga afgreiðslu þurfa viðeigandi gögn að vera til staðar:
- Reikningur fyrir viðskiptunum frá sendanda sem sýnir hversu mikið var greitt fyrir vöruna. Ef varan er keypt í gegnum ebay eða aðra slíka uppboðsvefi þá getur í flestum tilfellum verið nóg að áframsenda PayPal kvittun eða kvittun úr heimabanka.
- Ef um endursendingu er að ræða og innflytjandi óskar eftir niðurfellingu á aðflutningsgjöldum, þarf útflutningsskýrsla (Beiðni um skoðun „E14 eyðublað“ staðfest af tolli) að liggja fyrir.
- Önnur gögn sem gætu verið málinu viðkomandi ef um sýnishorn, gjöf eða persónulega hluti er að ræða.
- Bent skal á að innflutningur rafmagnstækja er óheimill ef þau eru ekki merkt með (CE) merkingu. Nánari upplýsingar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar.
Vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu okkar í síma 420 0900 eða sendu með tölvupósti upplýsingar um sendinguna á stopp@express.is til þess að forðast tafir á sendinguna.
Helstu gjaldflokkar yfir innflutning eru:
- Fatnaður – 24% virðisaukaskattur.
- Skór – 24% virðisaukaskattur.
- Bílavarahlutir – 24% virðisaukaskattur.
- Bækur – 11% virðisaukaskattur.
- Geisladiskar (CD) – 11% virðisaukaskattur.
- Mynddiskar (DVD) – 24% virðisaukaskattur.