Skilaboð frá óprúttnum aðilum
Nýlega hefur borið á því að óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð á fólk í okkar nafni til að hafa af fólki peninga. Þar sem við sendum út skilaboð sjálf og bjóðum viðskiptavinum uppá að greiða innflutningsgjöld, þá viljum við nefna nokkra hluti sem hafa má í huga til að vera viss um að skilaboðin séu raunveruleg.
- Ef þú kannast ekki við að eiga von á pakka, ekki opna skilaboðin.
- Ef skilaboðin eru úr erlendu númeri, ekki opna skilaboðin.
Ef þú ert á báðum áttum, ekki opna skilaboðin. Við keyrum út alla pakka þótt ekki sé búið að greiða gjöld á þeim, viðskiptavinir hafa alltaf þann möguleika að greiða í posa við afhendingu.
Hér má sjá skjáskot af skilaboðum sem bárust ekki frá okkur: