Við viljum benda viðskiptavinum okkar á að hægt er að ganga frá greiðslu gjalda fyrirfram
með því að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 420 0900
eða með því að senda tölvupóst á .

Express ehf. er umboðsaðili United Parcel Service á Íslandi. UPS er stærsta og öflugasta hraðsendingafyrirtæki heims með þjónustunet til rúmlega 220 landa um allan heim.

Í samvinnu við UPS býður Express ehf. hraðsendingaþjónustu inn og út úr landinu eins og best gerist á Íslandi. Undanfarin ár hefur UPS verið í mikilli sókn í Evrópu og er nú orðið leiðandi fyrirtæki á þeim markaði. Daglega eru afhentir tæplega 16 milljónir pakka um allan heim.
Í gegnum öflugt samskiptanet UPS er auðvelt að sjá hvaða sendingar eru á leið til landsins eða hvar þær eru staðsettar á leið til þín og auðvelt er að rekja sendinguna frá upprunalandi til ákvörðunarstaðar

UPS er elsta hraðsendingafyrirtæki í heiminum, stofnað í Bandaríkjunum árið 1907 og státar af meiri reynslu en nokkurt annað hraðsendingafyrirtæki. Í upphafi starfaði það aðeins innan Bandaríkjanna en færði fljótlega út þjónustusviðið og sinnir nú öllum hlutum heimsins. UPS er í dag áttunda stærsta flugfélag í heimi með 282 flugvélar á sínum snærum.

Hjá UPS starfa rúmlega 427.700 starfsmenn sem leggjast á eitt um að veita þér hraða og góða þjónustu. Fyrirtækinu hefur hlotnast fjöldinn allur af viðurkenningum fyrir þá góðu þjónustu sem það veitir og hefur í 15 skipti í röð verið valið ,,Americas best transportation company'' samkvæmt tímaritinu FORTUNE.

420 0900

Express ehf.
UPS Authorized Service Contractor
Fálkavellir 7, 235 Keflavíkurflugvelli